Afar fjölbreytt dagskrá verður á öllu háskólasvæðinu. Starfsfólk og nemendur Keilis verða staðsett í Öskju og á Háskólatorgi og taka vel á móti gestum og gangandi.
Í Öskju
Orku- og tækniskólinn kynnir háskólanám til BS prófs í mekatróník tæknifræði og orku- og umhverfistæknifræði. Nemendur og starfsfólk kynna verkefni.
Starfsfólk og nemendur á Háskólabrú kynna undirbúningsnám fyrir háskóla.
Á 1. hæð Háskólatorgs
Flugakademían kynnir nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu, flugumferðarstjórn og flugumsjón. Boðið verður uppá kynningarflug frá Reykjavíkurflugvelli.
Heilsuskólinn kynnir nám í ÍAK einkaþjálfun og ÍAK íþróttaþjálfun. Nemendur bjóða uppá greiningar á styrk í kvið og hálsi og leiðbeina með æfingar.
Happadrætti - Kynningarflug hjá Flugakademíu Keilis í verðlaun. Allir velkomnir.
Námsframboð Keilis
Dagskrá opins dags í HÍ