Keilir verður með kynningarbás á námsframboði skólans á Háskólatorgi HÍ á Háskóladeginum laugardaginn 29. febrúar.
Þar verður hægt að fræðast um fjölbreytt nám, allt frá leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á háskólastigi yfir í BS gráðu í tölvuleikjagerð í samstarfi við norska Noroff háskólann, námskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði, auk Háskólabrúar Keilis sem boðið er upp á í samstarfi við Háskóla Íslands.
Háskóladagurinn er haldinn árlega og verður Keilir venju samkvæmt með kynningarbás á neðri hæð Háskólatorgs Háskóla Íslands. Kynningin fer fram laugardaginn 29. febrúar, kl. 12 - 16 og munu forstöðumenn deilda og námsráðgjafar Keilis verða á staðnum til að svara spurningum.
Kynnið ykkur fjölbreytt námsframboð í nútímalegu námsumhverfi Keilis á Háskóladeginum.
Námsframboð Keilis á haustönn 2020
- Háskólabrú í stað- og fjarnámi, með og án vinnu.
- Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á háskólastigi.
- Tölvuleikjagerð á bæði framhalds- og háskólastigi.
- Einka- og styrktarþjálfaranám í fullu fjarnámi eða í fjarnámi með staðlotum.
- Einka- og atvinnuflugmannsnám í einum stærsta flugskóla á Norðurlöndunum.
- Fótaaðgerðafræði sem heyrir undir heilbrigðisgreinar og er eina nám sinnar tegundar á Íslandi.