16.10.2014
Keilir verður með kynningarbás á Íslandsdeginum í Nuuk á Grænlandi 24. október næstkomandi, þar sem við kynnum meðal annars flugnám og leiðsögunám í ævintýraferðamennsku.
Markmiðið með Íslandsdeginum er að auka viðskiptaleg tengsl milli landanna, en einnig að kynna íslenskar vörur fyrir grænlenskum almenningi. Þetta er einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á grænlenska markaðnum til að hitta heimamenn og stofna til viðskiptasambanda. Kynningin fer fram í menningarhúsinu Katuaq kl. 14 - 17, föstudaginn 24. október.