24.05.2012
Tækniþróunarsjóður verður með kynningu á starfsemi sinni fyrir nemendur og kennara í tæknifræðinámi Keilis í hádeginu 7. júní.
Tækniþróunarsjóður verður með kynningu á starfsemi sinni fyrir nemendur og kennara í tæknifræðinámi Keilis í hádeginu 7. júní. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, nr. 75/2007.
Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sjóðnum er heimilt að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs.
Nánar um sjóðinn á heimasíðu Rannís.