Föstudaginn 5. október kl. 10:00 verður fyrirlestur fyrir nemendur í tæknifræðinámi Keilis um notkun hvar.is.
Föstudaginn 5. október kl. 10:00 verður Birgir Björnsson, umsjónarmaður landsaðgangs hvar.is, með fyrirlestur fyrir nemendur í tæknifræðinámi Keilis.
Hvar.is er vefur landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Aðgangurinn er opinn og endurgjaldslaus hjá notendum á Íslandi sem eru tengdir íslenskum netveitum. Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum (hvar.is) veitir öllum sem tengjast Netinu um íslenskar netveitur aðgang að heildartexta greina 18.800 tímarita og útdráttum greina 9.300 tímarita. Aðgangur er 24/7 á Íslandi.
Birgir mun kynna og kenna á notkun vefsins auk þess að sýna leit í gagnasafni. Fyrirlesturinn hefst kl. 10:00 og verður í stofu A1. Þátttakendur verða að mæta með sína eigin tölvu.