Fara í efni

Kynningar á lokaverkefnum

Nemendur í tæknifræðinámi Keilis kynna lokaverkefni sín dagana 8. - 22. júní. Kynningarnar eru öllum opnar og fara fram í húsnæði Keilis stofu A3 að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ.

Kynningar á lokaverkefnum í tæknifræðinámi Keilis hófust með kynningu Bjargar Árnadóttur um áfhrif nýtingar hratvarma við upphitun jarðvegs. Rannsóknir sínar vann Björg á lóð Keilis en þar hefur verið fyrir rörum á mismunandi dýpi í jarðveginum. Í þau er síðan stýrt affallinu af heitu vatni skólans. Könnunin felst í því að kanna áhrif hita og raka á vöxt nokkurra plantna og trjáa. Athyglisverðar niðurstöður fengust.

Í lok júní verða fyrstu tæknifræðingarnir frá Keili brautskráðir með BS gráðu og réttindi til að sækja um starfsheiti tæknifræðings til Tæknifræðingafélags Íslands. Hægt er að nálgast upplýsingar um lokaverkefni nemenda í tæknifræðinámi Keilis hér fyrir neðan og yfirlit yfir kynningar nemenda í viðburðadagatali Keilis hérna.

Kynningar á lokaverkefnum

Föstudaginn 8. júní kl. 9:30
Björg Árnadóttir: Áhrif nýtingar hratvarma við upphitun jarðvegs. Lesa meira

Föstudaginn 8. júní kl. 13:30
Kristinn Esmar Kristmundsson: "Maður fyrir borð". Lesa meira 

Þriðjudaginn 12. júní kl. 9:30
Kristinn Jakobsson: Nýting metanóls til rafmagns- og varmaframleiðslu. Lesa meira 

Miðvikudaginn 13. júní kl. 9:30
Jón Ásgeir Þorvaldsson: Úttekt á raforkugæðum þjónustumiðstöðvar Nesvalla. Lesa meira 

Miðvikudaginn 13. júní kl. 11:00
Gísli Lárusson: Frumhönnun á sjálfbæri dælustöð. Lesa meira

Fimmtudaginn 14. júní kl. 11:00
Róbert Unnþórsson: Hönnun og framleiðsla á frumgerð tölvustýrðrar roðvélar. Lesa meira 

Föstudaginn 15. júní kl. 9:30
Siranoush María Torossian: Nýting á skiljuvatni, frá háhita-jarðvarmavirkjunum, til frekari raforkuframleiðslu. Lesa meira 

Föstudaginn 15. júní kl. 11:00
Fida Abu Libdeh: Nýting á kísil og jarðsjó frá Reykjanesvirkjun og áhrif þeirra á gerla og sveppi. Lesa meira 

Föstudaginn 15. júní kl. 13:00
Burkni Pálsson: Hreinsun á felldum kísli með rafdrætti. Lesa meira 

Föstudaginn 15. júní kl. 15:00
Egill Jónasson: Bilanagreining í rennslisstýringu hitaveituvatns: AVQ-hemlar í dreifikerfi HS-Veitna. Lesa meira 

Föstudaginn 22. júní kl. 9:30
Ólafur Kristjánsson: "The Possibilities of Growing Azolla spp. using excess water from a geothermal power plant: A Review"