Kynningar á lokaverkefnum nemenda í tæknifræðinámi Keilis verða haldnar frá og með föstudeginum 8. júní næstkomandi.
Kynningar á lokaverkefnum nemenda í tæknifræðinámi Keilis verða haldnar frá og með föstudeginum 8. júní næstkomandi. Kynningarnar eru öllum opnar og fara fram í stofu A3 í aðalbyggingu Keilis.
Þriðjudagur 12. júní kl. 9:30
Kristinn Heiðar Jakobsson - Nýting metanóls til rafmagns- og varmaframleiðslu með efnarafala í Grímsey
Tilgangur þessarar ritgerðar er að ákvarða hagkvæmni þess möguleika að innleiða í Grímsey, kerfi fyrir orkuframleiðslu með efnarafala sem nýtir metanól sem eldsneyti. Grímsey er eitt síðasta sveitarfélag á Íslandi sem framleiðir alla sína orku úr jarðefna eldsneyti. Tvær mögulegar lausnir eru skoðaðar út frá tæknilegum möguleika, kostnaði við uppsettningu og rekstur, og almennu framboði á íhlutum. Einn möguleikinn er að skipta yfir í 180kW miðlæga framleiðslu á hita og rafmagni í efnarafala, ásamt hitaveitu og katalískum metanól umbreyti. Hinn möguleikinn er að setja upp 5kW varma og rafmagns framleiðslu á hvert heimili. [Nánari upplýsingar]
Miðvikudaginn 13. júní, kl. 9:30
Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson - Úttekt á raforkugæðum þjónustumiðstöðvar Nesvalla
Verkefnið er útekt á rafmagnsgæðum þjónustumiðstöðvar Nesvalla sem staðsett er í Reykjanesbæ. Tuttugu og fjögurra tíma mælingar voru framkvæmdar í aðaltöflu byggingarinnar fyrir aðalgrein hússins auk fimm undirgreina. Á þessar greinar er meðal annars tengd lyfta hússins, hluti af loftræstikerfi hússins, eldhús og almenn skrifstofuaðstaða. Niðurstöður mælinga voru færðar í tölvu og unnar. [Nánari upplýsingar]
Föstudagur 8. júní kl. 9:30
Björg Árnadóttir - Áfhrif nýtingar hratvarma við upphitun jarðvegs og helstu rannsóknarferlar
Lokaritgerðin er lýsing á rannsókn sem fór fram í tengslum við BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði við Keili. Rannsóknin miðaði að því að athuga hver áhrif upphitun jarðvegs með heitu affallsvatni hefði á eiginleika jarðvegs. Áhrif aukins jarðvegshita á vöxt og vaxtartímabil plantna voru einnig skoðuð. [Nánari upplýsingar]
Föstudagur 8. júní kl. 11:00
Kristinn Esmar Kristmundsson - Maður fyrir borð
Verkefninu er ætlað að auka öryggi einyrkja á sjó umhverfis Ísland með hönnun kerfis sem nýtir nútíma samskipta- og staðsetningartækni. "Maður fyrir borð" er einskonar líflína einyrkjans. Þegar maður fellur fyrir borð þá skiptir hver mínúta máli og getur skilið á milli lífs og dauða. Áskorunin er að tryggja að hjálp berist og stytta viðbragðstíman eins mikið og mögulegt er. Lokaritgerðin fjallar um hönnun, þróun og smíði frumgerðar kerfis sem yfirstígur þær takmarkanir sem herja á núverandi lausnir. Með nýjum aðferðum styttir uppfinningin þann tíma sem hjálp getur borist til einyrkja sem fellur fyrir borð um allt að tuttugu falt miðað við núverandi tækni. [Nánari upplýsingar]
Hagnýtt háskólanám í tæknifræði
Keilir býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi sem veitir útskrifuðum nemum rétt til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur eftir þriggja ára nám. Nemendur geta valið um mekatróník hátæknifræði eða orku- og umhverfistæknifræði. Námið hentar vel þeim sem hafa verkvit og áhuga á tæknilegum lausnum og nýsköpun.