Þann 5. október fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram. Verkefnin sem verða kynnt verða eru:
Combined automatic system to treat grey water and rainwater
Artur Matusiak
Mánudagur 5. október kl. 16:00
Rannsóknin leiðir í ljós að hægt er að finna lausn á hreinsun vatns. Rannsóknin sýnir einnig fram á að miklir möguleikar eru til þróunar á þessu sviði. Gerð er grein fyrir hugmynd sem felur í sér að sameina tvö kerfi: annars vegar að safna saman og hreinsa rigningarvatn og hins vegar að hreinsa öskulitað vatn í einu sameinuðu kerfi. Auk þess að nota safntank til þess að minnka slit á dælum.
Það var mjög mikilvægt að finna bestu aðferðina til að sía. Samkvæmt faglegu efni og rannsóknarskýrslum var niðurstaðan sú að velja sérstaklega útbúna síu til að sía vatnið. Haft var sambandi við fyrirtæki sem framleiðir C-MEN hylki og sú tækni valin. Með því að byggja á sérstökum aðferðum sem notaðar hafa verið í húsum var ákvörðun tekin um viðeigandi búnað.
Þegar tekin hafði verið ákvörðun um tækni og hún sannprófuð var áætlun gerð. Með því að útbúa líkan af uppsetningu var hægt að sannreyna aðalferli eða hreinsun síunnar. Hver hluti búnaðarins innihélt díóður (tvist) og jöfnunarmæli ásamt texta með upplýsingum sem sýndur var á LCD skjá.
Kerfið var fullbúið og stóðst allar væntingar. Með því að velja síu sem byggir á C-MEN hylkjum sýndi það fram á betri gæði en búist hafði verið við miðaða við venjulegan staðal. Stjórntækið tengdi bæði endurvinnslu vatnsins og áhrif orkunnar. Verðsamanburður stóðst fyllilega samanburð við það verð sem þessi tækni kostar á pólskum markaði. Því miður, 200 lítrar af vatni geta lækkað ársreikning vatnsins um það bil 587 zloty sem þýðir að fjárfesting lækkar kostnað að 30 árum liðnum á meðan það tekur 12 ár í Þýskalandi. Það er því tækifæri til að selja þetta tæki.
Hot water monitoring system
Kristján Guðmundur Birgisson
Mánudagur 5. október kl. 16:30
Eitt af aðalnotagildum jarðvarmans er til kyndingar. Á Íslandi er jarðvarmi notaður til upphitunar á um það bil 98% af húsum. Í íbúðar húsum er flæði heita vatnsins stjórnað í sérhönnuðum röraramma (kallað grindin). Í grind þessari fer fram deiling á notkun vatnsins annars vegar til húsahitunar og hins vegar til neyslu á vatninu (þvotta og fleira). Í flæðirammanaum er skynjarar, sem þarf að lesa af til að fylgjast með notkuninni sem er ekki ákjósanleg leið.
Verkefnið fjallar um að koma upp eftirlistkerfi fyrir notkunina á heitu vatni og nýtingu þess með því að setja rafmagns skynjarar í mæligrindina sem mæla á hita, flæði og þrýsting á vökvanum. Skynjararnir eru tengdir örtölvu, ásamt búnaði til að gefa viðvörunarljós ef ekki er allt eðlilegt, sem sendir svo gögnin yfir til gagnagruns í gegnum internetið. Vefsíða er síðan notuð til þess að sýna gildin sem geymd eru í gagnagrunninum með línuriti og skífumálum.
Til að prófa hugmyndina, við að nota rafmagns skynjara og örtölvu, var smíðað lokað kerfi til þess að hafa betri stjórn á flæðinu, hitanum og þrýstingnum til prófunar. Bilanir voru framkallaðar á lokaða kerfið til þess að reyna virkni eftirlitskerfisins. Eftirlitskerfið náði góðum árangri að skynja bilanirnar og að kveikja á ljósi til þess að gefa til kynna hvaða bilun var um að ræða.
Frumgerð af eftirlitskerfinu var komið fyrir á raunverulega heitavatns kerfi í íbúðar húsnæði. Kerfið sendir gögn með jöfnu tímabili til gagnagruns sem er síðan sýnt á vefsíðu þar sem notandi kerfisins getur fylgst með notkuninni á heitavatninu og nýtingu þess.
Afkastageta sjávarfalla túrbínu V-5
Valgeir Páll Björnsson
Mánudagur 5. október kl. 17:00
Lýsing: Á undanförnum áratug hafa rannsóknir og tækniþróun sem snýr að mismunandi gerð sjávarfalla, auk hönnunar túrbína og virkjana aukist umtalsvert. Sjávarföllin innihalda gífurlega hreyfiorku sem hægt er að fanga og umbreyta í rafmagn. Margvíslegar gerðir eru til af sjávarfalla túrbínum og er þróun þeirra hvergi nærri lokið. Markmið rannsóknarinnar var að skoða nýtni og afkastagetu sjávarfallatúrbínu af gerð V-5. Valorka er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í þróun sjávarfalla túrbína sem nú þegar hafa skilað athyglisverðum árangri. Verkefnið var því unnið í samstarfi við fyrirtækið. Meginþungi rannsóknarinnar var framkvæmdur í straumkeri í rannsóknaraðstöðu Veiðarfæraþjónustunnar ehf. sem er staðsett í Grindavík.
Mælingar fólust í því að skoða samband vægis og snúningshraða. Þessar stærðir voru settar upp sem víddarlausar stærðir. Víddarlausu stærðirnar voru fundnar út með formúlum sem leiddar voru út með Buckingham Pi aðferðinni. Þessar einingalausu stærðir voru þá nýttar í það að sjá samband og hegðun vægis og snúninga túrbínunnar V-5. Reiknað var síðan út mestu mögulegu afköst og nýtni túrbínunnar við þetta ákveðna tilfelli. Nýtni túrbínunnar var um 0,091 sem er um 9-10% nýtni. Nýtni túrbínunnar er stærsti hlekkurinn þegar kemur að því hve mikil afköst túrbínan getur framkallað. Því hærri nýtni því hærri afköst.
Í heild sinni fór þessi rannsókn vel fram. Túrbínan er enn á þróunarstigi en svo virðist vera að hún sé að ná einhverri nýtni og afköstum.