09.04.2024
Kynningarfundur á námi og námskeiðum í boði hjá Keili haust 2024 verður fimmtudaginn 11. apríl kl. 17.00 í stofu A4 í húsnæði Keilis að Grænásbraut 910.
Kynntar verða námsbrautir Háskólabrúar, áfangar á fjarnámshlaðborði Keilis og undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði.
Við hvetjum alla áhugasama að kíkja við í Keili þennan dag. Námsráðgjafar verða á svæðinu til ráðleggingar.
Kynningarfundurinn verður jafnframt í boði með rafrænum hætti. Sjá meðfylgjandi hlekk.