Fara í efni

Kynntu þér tæknifræði á UTmessunni í Hörpu

Háskóli Íslands og Keilir kynna tæknifræðinám til BS gráðu á UTmessunni í Hörpu laugardaginn 3. febrúar, kl. 10 - 17.
 
Tæknifræði er grunnur að fjórðu iðnbyltingunni
 

Keilir býður upp á hagnýtt háskólanám í tæknifræði í samstarfi við Háskóla Íslands og er námið faglína undir Verkfræði- og náttúruvísindasviði nánar undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands. Kennslan fer fram á vegum Keilis á Ásbrú en nemendur eru skráðir í Háskóla Íslands og útskrifast þaðan. Með náminu er leitast við að koma til móts við síaukið ákall atvinnulífsins eftir öflugri og fjölbreyttri tæknimenntun á háskólastigi.

Um er að ræða þriggja og hálfs árs nám sem veitir auk B.Sc. gráðu, rétt til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur. Uppbygging námsins er með óhefðbundnu sniði en það fer fram allt árið fyrir utan sex vikna sumarfrí. Nemendur eiga því kost á að klára námið á þremur árum og komast þannig fljótt út á atvinnumarkaðinn með fagleg réttindi og sérþekkingu sem er sniðin að þörfum atvinnulífsins. 

Keilir leitast við að vera í forystu um tæknifræðimenntun og nýsköpun í samstarfi við atvinnulífið, með því að mennta tæknifræðinga með áherslu á hagnýta þekkingu, reynslu og góða samskiptahæfni.

Nánari upplýsingar um tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis á www.kit.is