Fara í efni

Kyoto háskólinn í heimsókn hjá Keili

Sendinefnd Kyoto háskólans á Bessastöðum, ásamt fulltrúum Keilis, Samgönguráðuneytisins og Veðurstof…
Sendinefnd Kyoto háskólans á Bessastöðum, ásamt fulltrúum Keilis, Samgönguráðuneytisins og Veðurstofu Íslands
Sendinefnd frá hamfarastofnun Kyoto háskólans í Japan kom nýlega hingað til lands að kynna sér niðurstöður ráðstefnu Keilis um áhrif öskugosa á flugsamgöngur og viðbúnað Íslendinga við náttúruhamförum. Sendinefnd frá hamfarastofnun Kyoto háskólans í Japan kom nýlega hingað til lands að kynna sér niðurstöður ráðstefnu Keilis um áhrif öskugosa á flugsamgöngur og viðbúnað Íslendinga við náttúruhamförum.

Sendinefndin heimsótti Ísland til að kynna sér niðurstöður alþjóðlegrar flugráðstefnu um lærdómana sem draga má af gosinu í Eyjafjallajökli fyrir skipulag flugsamgangna. Keilir efndi til ráðstefnunnar 15. - 16. sept. 2010 og sóttu hana yfir 300 áhrifamenn og sérfræðingar víða að úr veröldinni. 

Hamfarastofnun Kyoto háskóla fjallar um afleiðingar náttúruhamfara af margvíslegum toga og er að skipuleggja svipaða flugráðstefnu í Japan. Áttu fulltrúar sendinefndarinnar fund hjá Keili ásamt sérfræðingum frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands, Almannavörnum og Flugmálstjórn. Auk þess heimsóttu þeir háskóla og stofnanir til þess að kynna sér starfsemi og viðbúnað Íslendinga við náttúruhamförum. Fulltrúar Kyoto háskólans telja að þjóðirnar geti lært mikið af reynslu hvors annars, og hafa mikinn áhuga á mögulegum samstarfsverkfnum um vöktun eldfjalla og jarðskjálfta, en í Japan eru yfir 100 virk eldfjöll og jarðskjálftar tíðir.

Japönsku sendinefndinni og fulltrúm Keilis var boðið að heimsækja Forseta Íslands ásamt fulltrúa japanska sendiráðsins og gera honum grein fyrir niðurstöðum heimsóknarinar og þeim samstarfsverkefnum sem rædd höfðu verið.

Hægt er að skoða myndir frá heimsókn sendinefndar Kyoto háskólans til forseta Íslands hérna.