Fara í efni

Laust starf sérfræðings í tölvutækni og sjálfvirkni við tæknifræðinám HÍ

Staða sérfræðings og kennara í tölvutækni og sjálfvirkni við tæknifræðinám Háskóla Íslands á vettvangi Keilis

Keilir óskar eftir að ráða sérfræðing og kennara við tæknifræðinám Háskóla Íslands á vettvangi Keilis. Tæknifræði er þriggja og hálfs árs háskólanám með hagnýtum áherslum, sem veitir BS gráðu og rétt á lögvernduðu starfsheiti. Námið heyrir undir Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands en fer fram í sérhæfðri tilrauna- og þróunaraðstöðu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu Keilis og heimasíðu Háskóla Íslands.

Boðið er upp á tvær námsleiðir, Mekatróník hátæknifræði og Iðntæknifræði. Nám í Mekatróník hátæknifræði nýtir tölvu- og rafeindatækni samhliða þróun á vélbúnaði til að búa til sjálfvirkan vitrænan búnað. Nám í Iðntæknifræði leggur áherslu á efna- og líftækniferla samhliða þeirri þekkingu sem þarf til að hanna tilsvarandi framleiðsluferla. Í náminu er lögð mikil áhersla á að nemendur læri að beita þeirri þekkingu sem þeir afla á raunveruleg verkefni tengd nýsköpun og atvinnulífi.

Starfssvið

  • Umsjón og kennsla áfanga sem snúa að forritun og forritunarmálum.
  • Kennsla í áföngum sem snúa að tölvutækni og tölvustýringum.
  • Þátttaka í innra starfi tæknifræðinámsins.
  • Þátttaka í uppbyggingu á starfs- og þróunarumhverfi tæknifræðinámsins.
  • Leiðbeina nemendum í sjálfstæðum verkefnum og lokaverkefnum.
  • Sinna og byggja upp eigin rannsóknar- og þróunarverkefni eftir sem við á.

Hæfniskröfur

  • Próf í tæknifræði, verkfræði, tölvunarfræði eða annað sambærilegt nám sem nýtist starfi.
  • Mastersgráða.
  • Þekking á helstu forritunarmálum, sér í lagi C/C++.
  • Reynsla af háskólakennslu er kostur.
  • Reynsla úr atvinnulífinu er kostur.
  • Færni til að byggja upp eigin rannsóknar- og þróunarverkefni.
  • Gagnrýn hugsun, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum tæknifræðinámsins. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms, í síma 578 4071 eða sverrirgu@keilir.net

Umsóknir skulu berast fyrir 1. desember næstkomandi og við hvetjum jafnt konur sem karla um að sækja um starfið. Með umsókn þurfa að fylgja:

  1. Vottorð um námsferil
  2. Ferilskrá (Curriculum Vitae)
  3. Upplýsingar um umsagnaraðila

Umsókn um starf