15.10.2019
Keilir hefur opnað nýtt og endurbætt mötuneyti þar sem hægt er að kaupa góðan og hollan mat í hádeginu, þar sem boðið er upp á heitan mat, glæsilegan salatbar og súpu dagsins. Einn vegan réttur er í boði hverju sinni, annað hvort súpa eða heitur réttur. Þá er einnig hægt að kaupa bæði samlokur, jógúrt, skyr og drykkjarvörur.
Böðvar Björnsson, matreiðslumeistari hefur yfirumsjón með Krás. Hann lærði meðal annars á Fiskmarkaðnum og Nauthól og hefur áður starfað á Lifandi markaði þar sem hann sérhæfði sig í heilsusamlegum og hollum mat.
Krás er opið kl. 09:00 - 13:30 alla virka daga og er veitingasalan staðsett í aðalbyggingu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hægt er að kaupa staka matarmiða á 1.500 kr. (nemendur og starfsfólk greiða 1.200 kr. fyrir stakan matarmiða) eða súpu og salatbar á 1.000 kr.
Nánari upplýsingar um Krás og matseðla má nálgast á www.kras.is