FIRST LEGO keppnin tókst afar vel í ár og var vel sótt af bæði þátttakendum og áhorfendum. Björgvin Franz Gíslason og
Jóhann G. Jóhannsson fóru á kostum sem kynnar keppninnar.
Frumurnar lið Grunnskóla Hornafjarðar er FLL sigurvegari þetta árið. Liðið vann einnig keppnina í þrautabrautinni. Önnur úrslit voru sem hér segir:
Besta rannsóknaverkefnið: Sikkpakk, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar
Besta hönnun og forritun á vélmenni: Heilastormarnir, Lækjarskóli
Besta dagbókin: Gulu kúrubangsarnir, Brúarásskóli
Besta skemmtiatriðið: Elgrilló, Seyðisfjarðarskóli
Besta liðsheildin: Róbóbóbó, Salaskóli
Besta lausn í þrautabraut: Frumurnar, Grunnskóli Hornarfjarðar
Keppnin var haldin hjá Keili laugardaginn 13. nóvember. Að þessu sinni verður notaður annar hluti hússins. Þó nokkur fjöldi liða er skráður til þátttöku og mikils stemning. Þema keppninnar að þessu sinni var "Body Forward", eða eins og við höfum kosið að hafa yfirskriftina "Líkaminn lifi". Liðin komu komu víðsvegar að af landinu og var áberandi góð þáttaka liða af landsbyggðinni.
Keppnin er haldin árlega og skipulögð af Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ, Barnasmiðjunni og Keili. Samstarfsaðilar eru: Kadeco þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Applicon, Verkfræðingafélag Íslands og Samtök Iðnaðarins.
Myndir frá keppninni