Fara í efni

Lið Keilis sigrar í hönnunarkeppni HÍ

Sigurliðið
Sigurliðið

Liðið "Mekatróník" sem er skipað nemendum úr tæknifræðinámi Keilis sigraði í árlegri hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands sem fór fram á UTmessunni í Hörpu 8. febrúar. Tólf lið tóku þátt í keppninni sem fór fram í Silfurbergi í Hörpu í tengslum við UT-messsuna.

Líkt og í fyrri keppnum áttu liðin að koma heimasmíðuðu farartæki yfir tiltekna braut. Á leið þess frá upphafsreit að endastöð þurfti tækið að komast yfir vatn og rúllubraut, taka upp tennisbolta, sprengja blöðru eða klippa á bandið sem hélt henni fastri við brautina og skila boltanum í gegnum gat við enda brautarinnar. Þrautinni þurfti að ljúka á innan við tveimur og hálfri mínútu.

Þórarinn Már segir að flestum liðunum hafi gengið vel að leysa þrautirnar. Þó hafi aðeins einu liði, Mekatronik, tekist að ljúka þrautinni að fullu. Liðið skipuðu þau Arinbjörn Kristinsson og Thomas Edwards, nemendur í mekatróník við Keili, og Fanney Magnúsdóttir, nemandi í sakfræði við American InterContinental University. Hlutu þau að verðlaunum 400 þúsund krónur frá Marel, öðrum af aðalbakhjörlum keppninnar, og veglegan farandbikar.

Frétt á mbl.is