Markmiðið er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma.
- Verð: kr. 19.900
Samkvæmt nýrri reglugerð verða atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja endurmenntun á fimm ára fresti. Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni og hefur boðið upp á námskeiðin frá haustinu 2017. Keilir hefur á undanförnum árum verið leiðandi aðili í innleiðingu nýrra kennsluhátta sem miða við þarfir fullorðinna nemenda. Námskeið Keilis til endurmenntunar atvinnubílstjóra eru lifandi og byggja á virkri þátttöku nemenda.
Upplýsingar frá Samgöngustofu
Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á fimm ára fresti. Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að klára endurmenntun fyrir 10. september 2018. Hinir og reyndar allir sem endurnýja ökuskírteinið sitt með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa klárað endurmenntun.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Samgöngustofu eða með því að hafa samband við verkefnisstjóra endurmenntunarnámskeiða Keilis.