Fara í efni

Lokaverkefni í tæknifræði

Jón Bjarki Stefánssonpage kynnir lokaverkefni sitt í orku- og umhverfistæknifræðinámi Háskóla Íslands um samanburð á vindtúrbínum, þann 25. maí í aðalbyggingu Keilis.

Jón Bjarki er fæddur árið 1966 á Egilsstöðum. Hann hefur unnið margvísleg störf gegnum tíðina bæði hjá sjálfum sér og öðrum, nú síðast sjómennsku áður en skólaganga hófst. Árið 2012 hóf hann nám í Háskólabrú Keilis á verk og raungreinadeild og útskrifaðist þaðan árið 2013. Frá árinu 2013 hefur hann stundað nám í orku- og Umhverfistæknifræði við tæknifræðideild HÍ og Keilis þaðan sem hann mun útskrifast í vor.

Varnir lokaverkefna

Varnir lokaverkefna BS nemenda í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis fara fram 25. - 27. maí næstkomandi. Varnirnar fara fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ og eru öllum opnar (nema annað sé tekið fram).

Miðvikudagur 25. maí

  • kl. 10:40: Jón Bjarki Stefánssonpage - Samanburður á Vindtúrbínum
  • kl. 14:30: Jón Ingi Björnsson - Frumgerð utanáliggjandi úthljóðsflæðiskynjara   

Fimmtudagur 26. maí

  • kl. 09:15: Adam Crompton - Fesability of EGS in Iceland
  • kl. 10:40: Gunnar Páll Halldórsson- Eftirlitskerfi
  • kl. 13:00: Skarphéðinn Þór Gunnarsson - Laser Rásaplötuvél
  • kl. 14:30: Jón Þór Guðbjörnsson - Miðlægur orkustýribúnaður með gagnaflutningi um raflagnir

Föstudagur 27. maí

  • kl. 09:15: Atli Már Jónsson - Nýting fiskibeina
  • kl. 10:40: Ellert Þór Arason - Snertilaus greiðslustöð fyrir sjáfsala
  • kl. 13:00: Heimir Sigurgeirsson - Package Drop
  • kl. 14:30: Helgi Valur Gunnarsson - Skelfisk pökkunarvél
  • kl. 16:00: Sara Lind Einarsdóttir - Endurnýting á Afgangsvarma