Fara í efni

Margir hafa skráð sig á FLIP ráðstefnuna

Hátt í þrjú hundruð manns hafa nú þegar skráð sig á alþjóðlega ráðstefnu um vendinám sem fer fram í Keili 14. apríl næstkomandi. Auk þess eru einungis nokkur laus pláss í sérstakar vinnubúðir með Jonathan Bergmann og Aaron Sams daginn eftir. 

Nú má nálgast dagskrá og upplýsingar um vinnustofur á vendinámsráðstefnunni á heimasíðu Keilis. Ráðstefnan verður að mestu leyti á ensku (en vinnustofur bæði á íslensku og ensku) og fer fram í Keili á Ásbrú 14. apríl kl. 9 - 16. Þátttökugjald er einungis kr. 5.000. Innifalið í verði er hádegisverður, kaffiveitingar og léttar veitingar í lok ráðstefnunnar. Hægt er að skoða lýsingar á þeim vinnustofum sem hafa verið staðfestar á heimasíðunni: 

  • Vendinám og skapandi upptökur
  • Vendinám og raungreinar
  • Vendinám og námsmat
  • Vendinám, kennslumyndbönd og rafbækur í stærðfræði
  • Forrit og samfélagsmiðlar í vendinámi 
  • Vendinám og endurmenntun
  • Vendinám og tónlistarnám
  • Beiting vendináms í verknámi
  • Vendinám og stjórnendur (skipulag, uppsetning kennslustofu og fl)
  • Vendinám og tungumálanám
  • Vendinám, Hover Cam og stærðfræðiupptökur
  • Vendinám og samfélagsgreinar
  • Vendinám ? Fyrstu skref kennarans
  • Vendinám og námsaðstoð sérkennarar
  • Vendinám og tölvur og tækni
Sérstakir gestir ráðstefnunnar verða Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins í Bandaríkjunum og höfundar bókarinnar ?Flip Your Classroom?. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Keilis: www.keilir.net/is/keilir/vendinam/radstefna-um-vendinam
 
Við vekjum athygli á því að Keilir hefur tekið frá herbergi fyrir ráðstefnugesti á Bed&Breakfast á sérstöku verði (6.000 kr. fyrir einsmanns herbergi og 7.500 kr. fyrir tveggjamanna herbergi). Vinsamlegast bókið á www.bbkefairport.is.
 
Vinnubúðir með Jonathan Bergmann og Aaron Sams 15. apríl 2015
 
Þann 15. apríl kl. 9 - 13 er skólastjórnendum og öðrum áhugasömum boðið að sækja sérstakar vinnubúðir með Jonathan og Aaron, þar sem tækifæri gefst til að vinna náið með þeim um innleiðingarferli, mikilvæg atriði varðandi vendinám og þeirra hugmyndir. Þátttökugjald verður kr. 40.000 og takmarkaður fjöldi þátttakenda. Hádegisverður innifalinn í verði.