30.04.2011
Reykjanesbær hefur í samstarfi við Keili útbúið matjurtagarða fyrir íbúa á Ásbrú, annað árið í
röð. Garðarnir eru tilbúnir til ræktunar og verður vatn lagt að þeim á næstu dögum.
Reykjanesbær hefur í samstarfi við Keili útbúið matjurtagarða fyrir íbúa á Ásbrú, annað árið í röð. Garðarnir eru tilbúnir til ræktunar og verður vatn lagt að þeim á næstu dögum.
Garðarnir eru staðsettir í „skeifunni“ á bakvið Samkaup Strax og Langbest og þar hafa íbúar kost á að setja niður kartöflur eða rækta aðrar matjurtir, hver reitur er um 20m2, Þeir sem hafa áhuga á að fá úthlutað reit er bent á að senda póst á Jófríði Leifsdóttur á netfangið jofridur@keilir.net, þar þarf að koma fram nafn, heimilisfang og kennitala.