Fara í efni

Menningarferð

Menningarferð
Menningarferð
Nemendur á Hugvísindasviði Háskólabrúar Keilis fóru á dögunum í menningarferð í þýska bókasafnið í Hafnarfirði.

Nemendur á Hugvísindasviði Háskólabrúar Keilis fóru í menningarferð (Kulturreise) í þýska bókasafnið, sem er staðsett í bókasafni Hafnarfjarðar. Guðbjörg Jónsdóttir þýskukennari hefur gert þessa heimsókn að árlegum viðburði þýskunema á Háskólabrú.

Nemendur fengu góðar móttökur og vita núna hvar þau geta fengið ýmis gögn á þýsku, allt frá dagblöðum, tímaritum, barnabókum, bíómyndum og heimsklassa bókmenntum.