Keilir stendur fyrir Menntabúðum fimmtudaginn 14. febrúar kl 16:15 18:15 í aðalbyggingu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ. Menntabúðir eru ætlaðar öllum sem áhuga hafa á skólaþróun og almennan áhuga á menntamálum.
Búðirnar eru ætlaðar skólafólki af öllum skólastigum (leik-, grunn- og framhaldskólar, ásamt símenntunarstöðvum, ofl) til að hittast og deila hugmyndum. Þema Menntabúðanna að þessu sinni verður Rými í sinni víðustu mynd.
Menntabúðir (e. EduCamp) er góð og hagnýt leið til starfsþróunar. Aðferðin byggir á óformlegri jafningjafræðslu og svo kallaðri over the shoulder learning. Hún stuðlar að umræðum milli kennara og eflingu tengslanets þeirra. Þátttakendur miðla sinni reynslu, þekkingu og oftar en ekki koma með ýmis vandamál sem gott er að sjá hvernig aðrir hafa verið að takast á við og tækla.
Dagskrá Menntabúða í Keili
16:20 - Fyrirlestur frá NÚ grunnskólanum í Hafnarfirði.
Gísli Rúnar Guðmundsson og Kristján Ómar Björnsson fjalla um reynslu af skólanum síðustu þrjú árin ásamt því að kynna menntaumhverfið og hugmyndafræði skólans með áherslu á skólastofuna (rýmið).
17:00 - Hraðstefnumót: Kynning á því sem koma skal í búðunum
17:20 - Lota hefst
- NÚ Framsýn menntun: Gísli Rúnar, Menntastjóri NÚ er til viðtals ef spurningar hafa vaknað eftir kynninguna
- Skynjunarrými: Margrét Bjarnadóttir, þroskaþjálfi í Sandgerðisskóla
- Barnajóga og jóga fyrir börn með einstakar gjafir: Margrét Lilja Margeirsdóttir jógakennari í Njarðvíkurskóla
- Jóga í skólastarfi: Gróa Björk Hjörleifsdóttir, jógakennari í Heiðarskóla
- B1 - Öðruvísi skólastofa í Keili: Kennarar Háskólabrúar stýra umræðum
- MÁ stúdentspróf með áherslu á tölvuleikjagerð: Nanna Traustadóttir, forstöðumaður stúdenstbrauta Keilis
- Hreyfileikir: Sigrún Svafa Ólafsdóttir kennari í Keili og Þórunn Katla Tómasdóttir kennari í Gerðaskóla stýra leikjum og umræðu
- Grunnleikni í stærðfræði: Hólmfríður Karlsdóttir segir frá og sýnir Þróunarverkefni MSS
- Upptökustúdíó Keilis (Gísli Magnús Torfason tölvu- og hljóðmaður í Keili er til viðtals)
18:00 - Áskorunarrými og stúdíó í Betri stofunni
Tækifæri til þess að velta fram spurningum og skoðunum um áskoranir í tengslum við notkun rýmis í námi og kennslu. Dæmi: Hvernig sköpum við rými sem býður uppá fjölbreytta kennsluhætti og kemur til móts við ólíkar þarfir? hvernig nýtum við rými til þess að efla nám og skilning? Hvernig getur rými og fjölbreytt notkun rýmis aukið skynjun, sköpun og tengsl við nám?
Við viljum biðja ykkur öll sem ætlið að mæta, um að skrá ykkur á skráningarformið hér: https://www.smore.com/sz63c