Fara í efni

Menntakönnun Samtaka iðnaðarins

Nemendur í tæknifræðinámi Keilis
Nemendur í tæknifræðinámi Keilis

Í nýlegri skýrslu SI kemur meðal annars fram að það sé skortur á raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki á Íslandi.

Áhugaverð samantekt á vegum Samtaka iðnaðarins um raungreina- og tæknimenntun á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram að það sé skortur á raunvísinda- og tæknimenntuðu fólki á Íslandi, og að þrátt fyrir atvinnuleysi gefa spár til kynna að sá skortur verði áfram til staðar bæði hér á landi og í Evrópu.

Gögn frá atvinnulífinu sýna að tæp 40% aðspurðra fyrirtækja töldu sig skorta menntað eða þjálfað starfsfólk, og sérstaklega töldu fyrirtækin sig þurfa háskólamenntað fólk með sérhæfingu í raunvísindum og tækni. Það bendir til þess að það muni vanta um 900-1000 manns á ári með þessa sérhæfingu árlega. Allt bendir því til þess að skortur á hæfu starfsfólki með kunnáttu í raunvísindum og tækni verði vandamál á Íslandi eins og annarsstaðar.

Hægt er að skoða skýrslu SI "Raunvísinda- og tæknimenntun: Staða íslenskra nemenda og framtíðarþörf samfélagsins" hér.

Nú er góður tími til að sækja BS nám í tæknifræði hjá Keili. Stutt og hagnýtt nám sem nýtist þér vel í framtíðinni. Kynntu þér tæknifræðinám hjá Keili hér. Næst verður tekið við nemendum í byrjun ágúst 2013.