07.06.2010
Metaðsókn er í nám í ÍAK einkaþjálfun, flugþjónustu og flugumferðarstjórn og komast mun
færri að en vilja.
Metaðsókn er í nám í ÍAK einkaþjálfun, flugþjónustu og flugumferðarstjórn og komast mun
færri að en vilja.
Í dag, 7. júní lokar fyrir umsóknir í nám hjá Keili en áfram verður hægt að skrá sig í fyrrgreindar
námsbrautir og sækja um að fara á biðlista.
Mikil aðsókn er einnig í háskólabrú, mekatróník tæknifræði, orku- og
umhverfistæknifræði, ÍAK
íþróttaþjálfun og flugrekstrarfræði en enn eru nokkur pláss laus í þær námsbrautir og áfram
hægt að sækja um.
Upplýsingar um námsframboð og umsóknir má finna hér.