Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.
- Heiti verkefnis: Methane potential from fish oil byproducts. Anaerobic digestion of spent bleaching earth and glycerin
- Nemandi: Hafliði Ásgeirsson
- Tímasetning: Föstudagur 29. maí, kl. 9:15
Lýsing: Lífgas framleiðsla á Íslenskri grundu er frekar vanþróaður iðnaður. Eins og staðan er í dag þá er iðnaðurinn að leitast eftir auknu magni af lífrænum efnasamböndum sem hentað gætu í slíka framleiðslu. Bleiki jarðvegur (e. bleaching earth) og glýserín, bæði aukaafurðir frá lýsisframleiðslu, voru sam-melt með mykju við loftfirrtar aðstæður í lotuframleiðslu tilraun. Bleiki jarðvegurinn var blandaður með mykju í hlutfallinu 5% og 10% bleiki jarðvegur móti 95% og 90% mykju miðað við massa. Glýserín var blandað með mykju í hlutfallinu 1.5% og 3% miðað við massa. Lífgas var rúmmáls mælt yfir 90 daga tímabil fyrir bleiki jarðveg, og 40 daga tímabil fyrir glýserín. Bestu niðurstöður sýna fram á metanmagn fyrir bleiki jarðveg fengust við 10% hlutfall, en magn metans miðað við rokgjarnt fast efni var um 390ml/gVS. Fyrir glýserín fékst metanmagn miðað við rokgjarnt fast efni 447ml/gVS, en fékkst það við 1.5% hlutfall glýseríns.
Að auki var mælibúnaður smíðaður sem hermt getur eftir samfeldu iðnaðarferli. Búnaðurinn samanstendur af þremur meltingartönkum sem hafa 4 lítra heildarrúmál, en 3 lítra virkt rúmmál. Meltingar tankarni voru sameinaðir gas rúmmáls mæli sem mælir sjálfvirkt og skráir niðurstöður. Búnaðurinn var keyrður í 30 daga áður en þetta rit var skrifað, en gögnum safnað yfir 10 daga tímabil. Loftfirrt niðurbrot var til staðar á þessu tímabili, en áframhaldandi rekstur á búnaði er nauðsynlegur fyrir grunnrekstur.