Samkvæmt nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur í ljós að á næstu árum þarf um 2.000 tækni- og háskólamenntaða starfsmenn á Íslandi.
Samkvæmt nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur í ljós að á næstu árum þarf um 2.000 tækni- og háskólamenntaða starfsmenn á Íslandi, þar af er langmest þörf fyrir raunvísinda-, tækni- eða verkfræðimenntað fólk. Könnunin sem gerð var meðal 400 fyrirtækja innan vébanda SI er í takt við sambærilega könnun gerða af Samtökum atvinnulífsins frá því í vor [SA: Atvinnulífið vantar verk- og tæknimenntað starfsfólk]
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu 11. september 2012
Keilir hefur undanfarin ár boðið upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi sem veitir útskrifuðum nemum rétt til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur eftir þriggja ára nám. Tæknifræðinámið hjá Keili bæði stysta og hagkvæmasta verk- og tæknifræðinám sem völ er á. Námið er sveigjanlegt og þannig úr garði gert að nemendur geti unnið með skólanum á seinni stigum námsins.
Næst er tekið við nemendum í tæknifræðinám Keilis á vorönn 2013. Nánari upplýsingar um námið má nálgast hérna.