15.04.2012
Hægt er að skoða myndir frá vel heppnuðum fyrirlestri um loftslagsbreytingar, sem var haldinn í Andrews Theater, föstudaginn 13. apríl síðastliðinn hérna.
Hægt er að skoða myndir frá vel heppnuðum fyrirlestri um loftslagsbreytingar, sem var haldinn í Andrews Theater, föstudaginn 13. apríl síðastliðinn hérna.
Fyrirlesturinn fór fram í Andrews Theatre á Ásbrú og var vel sóttur. Sigurður Eyberg, umhverfis- og auðlindafræðingur flutti erindi og forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setti viðburðinn með frásögn af ferð sinni með Al Gore til Suðurheimskautslandsins fyrr á árinu. Auk þess sögðu vísindamenn frá NASA, frá rannsóknum sem þeir eru að stunda á Norðurskautinu.
Viðburðurinn var samstarfverkefni Climate Reality Project, samtaka Nóbelsverðlaunahafans Al Gore sem helgar sig upplýstri umræðu um loftslagsbreytingar, Garðarshólms sem er miðstöð sjálfbærni sem er í smíðum á Húsavík, Stofnunar Sæmundar Fróða, rannsóknar- og þjónustustofnunar á sviði sjálfbærrar þróunar og þverfaglegra viðfangsefna innan Háskóla Íslands og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs.