28.03.2011
Um helgina voru tvenn námskeið hjá Heilsuskólanum. Annars vegar í hreyfiþroska barna og hins vegar í stignun og fitubrennslukerfum.
Um helgina voru tvenn námskeið hjá Heilsuskólanum. Annars vegar í hreyfiþroska barna og hins vegar í stignun og fitubrennslukerfum.
Starfsfólk á leikskólum var áberandi á námskeiðinu í hreyfiþroska barna sem var í umsjón Inga Þórs Einarssonar.
Ingi fór í gegnum MOT hreyfiþroskaprófið og við fengum 25 aðstoðamenn frá leikskólanum Háaleiti og Velli á
Ásbrú. Myndir af námskeiðinu má finna hér.
Helgi Jónas Guðfinnsson kenndi fagfólki í þjálfun rétta stignun og í lokin var sett upp fitubrennsluæfingakerfi sem þátttakendur fóru í gegnum og stóðu sig með prýði. Myndir frá námskeiðinu má finna hér.
Næsta námskeið Heilsuskólans verður laugardaginn 30. apríl en þá mun offituteymi Reykjalundar fara í gegnum þjálfun og meðhöndlun offeitra.