11.03.2014
Viskubrunnur Keilis býður upp á rafræna fyrirlestra með leiðbeiningum um útfyllingu skattframtals einstaklinga eða hjóna.
Þetta námskeið inniheldur rafræna fyrirlestra með leiðbeiningum um útfyllingu skattframtals einstaklinga eða hjóna. Hægt er að vinna eigið framtal samhliða fyrirlestrunum, sem allir eru stuttir og hnitmiðaðir.
Farið er yfir hvaða upplýsingar eru oftast komnar inn fyrirfram og hverju þarf að bæta við. Eins hvernig upplýsingar eru settar inn þegar þær vantar og hvers þarf að gæta. Fyrirlesari er Harpa Björg Sævarsdóttir. Hún er með MAcc gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur annast framtalsgerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki í 15 ár og með mikla reynslu á þessu sviði.