Fara í efni

Námskynning í Stapanum

Van de Graaff rafallinn var vinsæll
Van de Graaff rafallinn var vinsæll
Suðurnesjamenn kynntu sér námsframboð fjölda fræðsluaðila á námskynningu í Stapanum, 27. mars síðastliðinn. Kynningarbás Keilis vakti mikla athygli og var Van de Graaff rafall tæknifræðinema við skólann vinsæll meðal gesta.
Suðurnesjamenn kynntu sér námsframboð fjölda fræðsluaðila á námskynningu í Stapanum, 27. mars síðastliðinn. Kynningarbás Keilis vakti mikla athygli og var Van de Graaff rafall tæknifræðinema við skólann vinsæll meðal gesta.
 
Rafallinn sem er smíðaður af starfsfólki og nemendum í tæknifræðinámi Keilis framleiðir 300.000 volta rafhleðslu og býr til sterkt rafsvið umhverfis stálkúlu sem búin er til úr tveimur IKEA salatskálum. 
 
Á kynningarbás Keilis gátu gestir kynnt sér nám, starfsemi og þjónustu Keilis, meðal annars BSc nám í tæknifræði, flugnám, ÍAK einkaþjálfun og nám í Háskólabrú.