Fara í efni

Nemandi Keilis heiðraður

Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var sérstakur dagskrárliður þar sem heiðraður er nemandi er sýnt hefur dugnað og elju í námi. Á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var sérstakur dagskrárliður þar sem heiðraður er nemandi er sýnt hefur dugnað og elju í námi.


Að þessu sinni urðu fyrir valinu tveir nemendur en annar þeirra, Jón Heiðar Erlendsson, er af Suðurnesjum.  Hann kom aftur inn í skóla að loknu löngu hléi og settist á bekk hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.  þaðan útskrifaðist hann með sóma af Menntastoðum. Í beinu framhaldi hóf hann nám á Háskólabrú Keilis og lauk þaðan námi fyrr á árinu. Nú er hann á kafi í námi í rafmagnsverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Um leið og við óskum Jón Heiðari til hamingju með viðurkenninguna óskum við honum alls hins besta í framtíðinni.

Þess má geta að á síðasta ári hlaut einnig nemandi af Háskólabrú Keilis sambærilega viðurkenningu. 

Á myndinni má sjá Jón Heiðar með kennurum sínum úr MSS og Keilis ásamt framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins, Ingibjörgu Guðmundsdóttur.