Kristinn Esmar Kristmundsson, nemandi á öðru ári í tæknifræði í Orku- og tækniskóla Keilis, hlaut á dögunum styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir smíði á sjálfvirkri kvikmyndadolly.
Kristinn Esmar Kristmundsson, nemandi á öðru ári í tæknifræði í Orku- og tækniskóla Keilis, hlaut á dögunum styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir smíði á sjálfvirkri kvikmyndadolly.
Verkefnið felur í sér að smíða al-sjálfvirka kvikmyndadolly þar sem allar hreyfingar eru auðforritanlegar af notanda (kvikmyndagerðarmanni) og krefst engrar tækniþekkingar af hans hálfu. Tækinu er stjórnað af örtölvu sem stýrir mótorum sjálfvirkt eftir svokölluðum hreyfirömmum (keyframes) sjálfvirkt. Með aukinni sjálfvirkni er hægt að skipuleggja, keyra og endurtaka upptökur á auðveldari hátt en áður.
Þar sem þessi sjálfvirka kvikmynda-dolly er forritanleg er auðvelt að endurtaka upptökuröð miklu nákvæmar en myndatökumaður með handknúna dolly getur gert. Tækið smágerð kvikmynda-dolly sem hreyft getur áfesta myndavél í þrjá mismunandi ása sjálfvikt í samræmi við þá hreyfiramma sem kvikmyndagerðarmaðurinn færir inn (forritar) stjórntölvu tækisins. Forritarinn notast við borðtölvu með forriti sem einfalt verður í notkun fyrir þá sem ekki eru tæknimenntaðir.