Fara í efni

Nemar í náms- og starfsráðgjöf í heimsókn

Aldís Anna Sigurjónsdóttir, Margrét Hanna og Guðrún Helga Ágústsdóttir, fyrsta árs mastersnemar í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, heimsóttu Keili á dögunum.

Þær voru í Keili að kynna sér starfsemi skólans sem og viðfangsefni og hlutverk námsráðgjafa Keilis. Þær kynntu sér einnig vendinám og fylgdust með kennslu á Háskólabrú.

Hér eru þær með Þóru Kristínu Snjólfsdóttur og Skúla Frey Brynjólfssyni, námsráðgjöfum Keilis.