Fara í efni

Nemendur Keilis einna best undirbúnir fyrir háskólanám

Könnun sem Háskóli Íslands gerði í samvinnu við Stúdentaráð leiddi í ljós að 85,8% nemenda af Háskólabrú Keilis töldu sig vel undirbúna fyrir háskólanám.  Könnun sem Háskóli Íslands gerði í samvinnu við Stúdentaráð leiddi í ljós að 85,8% nemenda af Háskólabrú Keilis töldu sig vel undirbúna fyrir háskólanám. 

Niðurstaða könnunarinnar birtist í Fréttablaðinu 24. júní s.l. og staðfesti gæði Háskólabrúar Keilis. Könnunin var gerð á meðal útskrifaðra nemenda fjölmargra framhaldsskóla á landinu og kom Háskólabrú Keilis fjórða best út.

Yfir 140 nemendur stunda nú nám í Háskólabrú í fjarnámi, um 130 munu hefja staðnám í Háskólabrú í haust að Ásbrú og um 50 á Akureyri.