15.09.2011
Samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra koma nemendur úr Háskólabrú Keilis vel
undirbúnir undir háskólanám.
Samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra koma nemendur úr Háskólabrú Keilis vel
undirbúnir undir háskólanám.
Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, og voru nemendur
úr Menntaskólanum á Akureyri ánægðastir með undirbúninginn. Næstir voru nemendur Menntaskólans í Reykjavík, þá
nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð, úr Háskólabrú Keilis og Verzlunarskóla Íslands.
„Við erum stolt af því að vera meðal efstu skóla á Íslandi í þessu mati. Fyrrum nemendur Háskólabrúar
virðast, samkvæmt þessu, telja sig fá góðan undirbúning fyrir háskólanám. Ástæða er til að óska nemendum
öllum og kennurum til hamingju með þennan árangur,“ segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keils í kjölfar þessara
fregna.