Fara í efni

Heimsókn nemenda úr Menntastoðum Mímis

Nemendur Menntastoða
Nemendur Menntastoða
Nemendur Menntastoða Mímis kynntust á dögunum námi í Háskólabrú og kennsluaðferðum hjá Keili.

Nemendur Menntastoða Mímis komu í kynningu í Keili á dögunum. Kennarar og starfsfólk kynntu námið og kennsluaðferðir fyrir áhugsömum nemendum.

Nú eru Menntastoðir kenndar á Suðurnesjum hjá MSS, Mími í Reykjavík og SÍMEY á Akureyri. Þetta námsframboð hefur sannarlega slegið í gegn síðan Keilir og MSS settu það á laggirnar í janúar 2009. Þessar símenntunarmiðstöðvar eru allar að taka á móti umsóknum fyrir nýja og öfluga nemendur.