22.12.2010
Keilir flutti alla starfsemi sína í vistvæna skólabyggingu haustið 2010.
Keilir flutti alla starfsemi sína í vistvæna skólabyggingu haustið 2010.
Þá höfðu staðið yfir framkvæmdir í húsi, 5.550 fermetrar að stærð, sem áður hýstu High School fyrir varnarliðið. Óli Þór Magnússon, verkfræðingur stýrði verkinu og notaði jafnframt sem verkefni í master-verkefni sínu við verkfræðideild Háskóla Íslands. Árangur af samstarfinu við Óla Þór varð einstakur – bæði í fjárhagslegu tilliti og ekki síður umhverfislegu.
- Framkvæmdakostnaður varð aðeins um 20% af hefðbundinni aðferð.
- Framkvæmdir kostuðu kr. 30.000 á m2 í stað 150.000 kr. á m2 samkvæmt hefðbundinni endurnýjun (þar sem endurnýting er víkjandi viðhorf).
- Fjármagnskostnaður endurspeglast af þessari staðreynd.
- Áhersla lögð á endurnýtingu efnis.
- Felur í sér að vera mannaflsfrekt fremur en efnistengt.
- Miðað við að byggt hefði verið frá grunni með nýju byggingarefni var aðeins notað um 0,44% í byggingu Keilis.
- Grænn og vistvænn skóli.
- Gjaldeyrissparandi aðferð þar sem endurnýting efnis kallar á minni aðföng.
- Unnið í nánu samráði við starfsfólk Keilis.
- Almenn ánægja meðal starfsfólks og nemenda um hvernig til hefur tekist.