08.06.2012
Epli.is og Keilir halda námskeið í notkun smáforrita sem gagnast vel í kennslu og skólastarfi, mánudaginn 11. júní næstkomandi.
Epli.is og Keilir halda námskeið í notkun smáforrita sem gagnast vel í kennslu og skólastarfi, mánudaginn 11. júní næstkomandi. Farið verður yfir nokkur smáforrit sem gagnast vel í kennslu og skólastarfi, þar á meðal GarageBand fyrir tónlistarvinnslu, iMovie fyrir kvikmyndagerð og iPhoto fyrir ljósmyndavinnslu. Sýnt verður hvernig þessi forrit geta nýst við úrlausn verkefna í hópavinnu.
Námskeiðið er án endurgjalds og fer fram 11. júní kl. 16:00 í aðalbyggingu Keilis. Vinsamlegast skráið þátttöku á keilir@keilir.net.