10.05.2012
Eins og reglulegir gestir á heimasíðu Keilis hafa kannski tekið eftir, þá höfum við uppfært heimasíðuna okkar og breytt útlitinu í samræmi við annað kynningarefni skólans.
Eins og reglulegir gestir á heimasíðu Keilis hafa kannski tekið eftir, þá höfum við uppfært heimasíðuna okkar og breytt útlitinu í samræmi við annað kynningarefni skólans. Einnig hefur aðgengi að upplýsingum um námsframboð verið gert sýnilegra á forsíðum undirskóla Keilis, auk þess sem hægt er að finna kynningarefni um námið, svo sem myndbönd og bæklinga, á einum stað.
Við uppfærslu á heimasíðu geta hlekkir oft dottið út og efni færst til á síðunni. Ef þú hefur athugasemdir eða spurningar um heimasíðuna, getur þú haft samband við okkur á keilir@keilir.net. Auglýsingastofan Pipar/TBWA sá um hönnun á heimasíðunni og Stefna heldur utan um vefumsjónarkerfi Keilis.