Flugakademía Keilis kynnir nú í fyrsta sinn bóklegt atvinnuflugmannsnám einnig í staðnámi. Hjá skólanum starfar teymi kennara með mikla, alhliða reynslu úr öllum sviðum flugsins. Keilir hefur um árabil verið leiðandi í fjarnámskennslu bæði fyrir einkaflug og atvinnuflug og nýtir nú mikla reynslu sína og þekkingu yfir í staðnám.
Keilir hefur ávallt að leiðarljósi að vera í broddi fylkingar í kennsluaðferðum og nýtir til þess nýjustu tækni. Meðal þeirra kennslutækja sem nemendur fá í náminu er aðgangur að fullkomnu kennslukerfi skólans og er iPad 2 innifalinn í námsgjöldum.
Einnig hefur Keilir fjárfest í fullkomnum flugvélum og er því með einn yngsta kennsluflota í Evrópu. Keilir fjárfesti nýverið í afar fullkomnum þjálfunarbúnaði fyrir flugumferðarstjóra sem einnig er notaður til kennslu í ATPL staðnámi.
Nánar um atvinnuflugmannsnám í staðnámi
Nánar um atvinnuflugmannsnám í fjarnámi
Nánar um einkaflugmannsnám