Fara í efni

Nýjar kennsluvélar í flota Flugakademíunnar

TF-KFJ við komuna til landsins
TF-KFJ við komuna til landsins

Vegna aukinna umsvifa hefur Flugakademía Keilis fest kaup á fjórum nýjum DA40 kennsluflugvélum og komu fyrstu tvær vélarnar til landsins í lok mars. Þær hafa fengið einkennisstafina TF-KFK og TF-KFJ.

Nú hefur skólinn til umráða alls tólf flugvélar frá Diamond flugvélaframleiðandanum: sex DA40 fjögurra sæta vélar, fimm DA20 tveggja sæta vélar og eina tveggja hreyfja DA42 kennsluvél.

Í næsta mánuði bætast síðan við tvær DA40 vélar til viðbótar og hefur þá skólinn yfir að ráða einn nýstárlegasta og tæknivæddasta flota kennsluvéla í Norður Evrópu.

DA40 flugvélar Keilis eru með tæknivæddustu kennsluvélum á landinu, búnar fullkomnum blindflugsbúnaði, stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum. Með komu nýju vélanna hefur skólinn yfir að ráða einn nýstárlegasta og yngsta flota kennsluvéla í Evrópu.

Þá festi Flugakademían nýverið kaup á fullkomnum flughermi frá Diamond fyrir þjálfun á tveggja hreyfla DA42 flugvél skólans, en fyrir átti skólinn hreyfanlegan flughermi frá Redbird. Nýi flughermirinn var tekinn í notkun í janúar og hefur aukið verulega við þjálfunarmöguleika atvinnuflugnema við skólann. 

Nánari upplýsingar um flugvélar, flugherma og aðstöðu Flugakademíu Keilis má nálgast hér.