31.08.2012
Nýnemar í tæknifræðinámi Keilis unnu á dögunum örverkefni sem gekk út á að byggja fjarstýrða kúplingu í bíl.
Nýnemar í tæknifræðinámi Keilis unnu á dögunum örverkefni sem gekk út á að byggja fjarstýrða kúplingu í bíl. Þeir höfðu 48 tíma til að vinna verkefnið, sem gekk að óskum. Fyrstu þrjár vikurnar vinna nemendur í tæknifræðinámi Keilis að margvíslegum verkefnum, ásamt því að vera í hópefli og teymisvinnu. Hefðbundin kennsla hefst samkvæmt stundaskrá í byrjun september.
Hægt er að skoða myndir frá nýnemadögunum á Facebooksíðu Keilis