13.08.2012
Arnar Hafsteinsson hefur tekið við starfi forstöðumanns Íþróttaakademíu Keilis.
Arnar Hafsteinsson tók nýlega við starfi forstöðumanns Íþróttaakademíu Keilis. Arnar hefur starfað við
einkaþjálfun síðan 1996. Hann setti á fót og rak Crossfit Iceland innan World Class líkamsræktarkeðjunar 2008 – 2011. Hann var
deildarstjóri einkaþjálfunar hjá Elixia, Madla í Stavanger (2011 – 2012). Arnar er með BSc gráðu sem
íþróttafræðingur og meistaragráðu í viðskiptafræði og stjórnun (MBA) frá Háskólanum í
Reykjavík. Hann leggur nú stund á meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands samhliða starfi
sínu hjá Keili. Hann er einnig með viðurkenningar sem styrktarþjálfari (CSCS) og einkaþjálfari (CPT) frá NSCA (National Strenght and
Conditioning Association).
Arnar tekur við störfum af Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur sem hefur stýrt Íþróttaakademíu Keilis síðast liðin 6 ár, fyrst sem verkefnastjóri og síðar forstöðumaður ÍAK sem og markaðsstjóri. Gunnhildur ákvað að láta af störfum og hefur nú nám í MBA við Háskólann í Reykjavík ásamt því að sinna frekari uppbyggingu á Metabolic hópaþrektímum með Helga Jónasi Guðfinnssyni, kennara við ÍAK einkaþjálfaranám Keilis.
Keilir býður Arnar velkominn til starfa og óskar Gunnhildi velfarnaðar í framtíðinni með þökk fyrir vel unnin störf fyrir Keili.