Fara í efni

Nýr forstöðumaður tæknifræðináms Keilis

Sverrir Guðmundsson
Sverrir Guðmundsson

Sverrir Guðmundsson hefur tekið tímabundið við stöðu forstöðumanns tæknifræðináms Keilis.

Sverrir Guðmundsson hefur tekið tímabundið við stöðu forstöðumanns tæknifræðináms Keilis. Hann sinnir starfinu í fjarveru Karls Sölva Guðmundssonar, sem er í árs leyfi frá störfum. Sverrir hefur MSc gráðu í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) og hefur verið stundakennari hjá Keili frá árinu 2011.

Meginsvið Sverris eru stafræn merkjafræði og líkinda- og tölfræðilegar myndvinnsluaðferðir til greiningar og úrvinnslu á fjarkönnunargögnum frá gervitunglum. Reiknilíkön í tölvum til dæmis til að herma flæði jökla og orkuskipti við yfirborð þeirra (tengsl leysingar við veðurfar), en slík líkön eru meðal annars hægt að nota til að herma viðbrögð jökla við loftslagsbreytingum.

Hægt er að hafa samband við Sverri á netfangið: sverrirgu@keilir.net