Sólveig Krista Einarsdóttir mun kenna lífeðlisfræði í Íþróttaakademíu Keilis, auk eðlis- og efnafræði í Háskólabrú Keilis frá og með næsta hausti.
Sólveig er lærður jógakennari og er einnig einn reyndasti karateþjálfari landsins. Hún hefur starfað sem framhaldsskólakennari frá árinu 2007 við raungreinakennslu, meðal annars í líffræði, efnafræði og eðlisfræði. Sólveig kenndi lengst af við Menntaskólann í Reykjavík, auk þess að vera með kvöld- og sumarnámskeið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Þá hefur Sólveig kennt karate í yfir tuttugu ár og er einn af reyndustu karateþjálfurum landsins. Hún hefur verið kennslustjóri, yfirþjálfari barna og unglinga sem og verið formaður karatefélagsins Þórshamars. Árið 2012 kláraði hún einnig jógakennaranám hjá Amarayoga.