14.08.2012
Arnbjörn Ólafsson hefur tekið við starfi markaðs- og kynningarstjóra, en hann starfaði áður sem deildarstjóri tæknifræðináms Keilis.
Arnbjörn Ólafsson hefur tekið við starfi markaðs- og kynningarstjóra, en hann starfaði áður sem deildarstjóri tæknifræðináms Keilis. Hann tekur við starfinu af Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur, sem mun leggja stund á MBA nám.
Markaðsskrifstofa Keilis sér um öll almenn markaðs- og kynningarmál Keilis, ásamt skipulagningu viðburða á vegum skólans. Hún hefur
heildarumsjón með öllu markaðs- og samskiptastarfi Keilis og samhæfir slíkt starf innan allra eininga skólans. Hlutverk markaðsskrifstofunnar er að
miðla upplýsingum til almennings, nemenda og hagsmunaðila um starfsemi Keilis, auk þess að efla og styðja ímynd skólans. Meðal verkefna má nefna
útgáfu á kynningarefni, námskynningar, vefmál, samskipti við fjölmiðla, umsjón með stærri viðburðum, ásamt mörgu
öðru.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um markaðsskrifstofu Keilis á heimasíðunni eða á netfangið: arnbjorn@keilir.net