Fara í efni

Nytjagarðar á Ásbrú

Kartöflugarðar
Kartöflugarðar
Á örskömmum tíma hefur verið komið upp nytjagörðum á Ásbrú. Staðsetningin er í skeifunni á bak við Langbest og Samkaup. Á örskömmum tíma hefur verið komið upp nytjagörðum á Ásbrú. Staðsetningin er í skeifunni á bak við Langbest og Samkaup.

Þeir hafa fengið nafnið Freysgarðar enda Freyr frjósemisgoð og staðurinn er á Ásbrú. Keilir í samstarfi við Reykjanesbæ, Kadeco og Háskólagarða standa að þessum görðum til að auka þjónustu við íbúa á Ásbrú. Þetta er tilraun í sumar og er gjaldfrjáls. 30-40 reitir eru merktir. 

Við hliðina á görðunum er myndarlega hrúga lífræns áburðar. Fólki er frjálst að taka sér áburð til notkunar í Freysgörðunum. Til að fá úthlutað reit geta íbúar á Ásbrú snúið sér til Keilis, tölvupóstur: jofridur@keilir.net.  Hver og einn er ábyrgur fyrir sínum reit með alla umhirðu. Aðgengi að rennandi vatni er á staðnum.

Fyrstur kemur – fyrstur fær.  Góða uppskeru.