Fara í efni

Nýtt tækifæri til náms

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson tekur við viðurkenningu
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson tekur við viðurkenningu
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í tæknifræðinámi Keilis.

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson var sjómaður í Vestmannaeyjum, slasaðist og varð óvinnufær. Hann þurfti í kjölfarið að fara í mikla endurhæfingu og fór í Hringsjá. Að endurhæfingu lokinni skráði hann sig í fjarnám Háskólabrúar Keilis og áfram í háskólanám í orku- og umhverfistæknifræði líka hjá Keili sem hann lauk í júní síðastliðnum.

Hjá Keili hlaut Tolli verðlaun fyrir farmúrskarandi námsárangur bæði í Háskólabrú og í tæknifræðináminu. Meðfram háskólanáminu var hann einnig aðstoðarkennari í stærðfræði á Háskólabrú. Tolli er núna á leiðinni í mastersnám í tæknifræði við DTU í Danmörku.

Keilir veitir svo sannarlega fólki nýtt tækifæri til náms, en mestu máli skiptir viljastyrkur hvers og eins. Til hamingju með árangurinn Tolli.

Umfjöllun um Tolla á mbl.is 30. júní 2013