Fara í efni

Office Professional Plus fyrir nemendur Keilis

Nú hefur verið virkjuð ný þjónusta fyrir nemendur Keilis, en þeir geta nú fyrir aðeins sex þúsund krónur keypt árs áskrift af stóra Office pakkanum, Office Professional Plus 2013 fyrir PC tölvur og 2011 fyrir Mac tölvur, auk þess sem þeir geta einnig sett pakkann upp á öllum snjallsímum. Alls fylgja fimm eintök af pakkanum hverri áskrift. Til viðbótar geta nemendur sótt þróunarhugbúnað Microsoft hjá DreamSpark gjaldfrjálst. 

Nemendur greiða upphæðina (6.000 krónur) í afgreiðslu Keilis (líkt og nemendur gera í dag vegna prentkvóta) og áskriftin verður send á viðkomandi í tölvupóstkerfinu. Nemandinn fer í tölvupóstkerfið (http://portal.microsoftonline.com) og velur Download Software. Þar er hægt að setja upp hugbúnaðinn (eða eldri gerð hans ef það passar betur ? sumir nemendur nota Office 2010).

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá tölvuþjónustu Keilis.