Starfsemi Keilis og nemendur skólans hafa verið lykill að þeirri uppbygginu sem hefur átt sér stað á Ásbrú á undanförnum árum, en nú er blómlegt mannlíf og öflugt frumkvöðlastarf á svæðinu.
Yfir 80 fyrirtæki og stofnanir hafa sest að með starfsemi á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrir aðeins fimm árum síðan bjó þar ekki nokkur maður eftir brotthvarf varnarliðsins og örfá fyrirtæki sátu aðgerðarlaus eftir. Nú búa nær 1800 íbúar í þessu hverfi Reykjanesbæjar.
Mikil nýsköpun og frumkvöðlastarf á sér stað að Ásbrú. Kadeco, þróunarfélagið sem sér um svæðið, stofnaði snemma í vinnu sinni til frumkvöðlasetra þar og hefur hlúð að uppbyggingu slíkra verkefna. Flóra fyrirtækja og stofnana spannar vítt svið. Mikið er um lítil sprotafyrirtæki, sem Heklan, atvinnuþrounarfélag Suðurnejsa, hlúir að í frumkvöðlasetrinu Eldey. Þar starfa hugvitsmenn og hönnuðir á sviði öryggisbúnaðar, myndbúnaðar, fata- og listhönnunar ofl. ofl. Stærri fyrirtæki hafa sest að eins og rafræna gagnaverið Verne Global, Gagnavarslan, sjávarútvegstæknifyrirtæki eins og Málmey, bílaleigur, heilsuhótel, auk annarra heislutengdra og flugtengdra verkefna.
Innviðir samfélagsins að Ásbrú hafa veriðs styrktir með tveimur leikskólum og einum grunnskóla á vegum Reykjanesbæjar, auk lítils útibús löggæslunnar. Innleikjagarður fyrir börn er starfræktur ás væðinu, sem nú stendur til að stækka. Mikið gróðurræktarátak er framundan að Ásbrú.