Námskeið í skipulagningu ferða og ábyrgri ferðahegðun er einstakt, hagnýtt námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára.
Námskeiðið stendur yfir í fjórar vikur, sem skiptast í tveggja vikna fjarnám með staðlotum og tveggja vikna vettvangsferð á Ítalíu, ferðin er innifalin í skráningargjöldum. Þátttakendur munu á verkefnatímanum vinna að skipulagningu ferða með áherslu á Reykjanesið og sækja sérhæfð ferðaþjónustutengd námskeið.
Námskeiðið er liður í samstarfsverkefni Keilis, Markaðsstofu Reykjaness, skóla í bæði Tyrklandi og Ítalíu og Erasmus+, menntaáætlun Evrópusambandsins um ábyrga ferðahegðun. Námið fer fram á ensku og hittast nemendur þessara þriggja landa á Ítalíu þar sem ferðast verður um í tvær vikur, fræðst um ferðaþjónustu, unnið að skipulagningu ferða og ábyrga ferðaþjónustu.
Nánari upplýsingar og skráning
Skráningargjald á námskeiðið er 45.000 kr. Innifalið eru námskeið, námsgögn, flug, gisting og uppihald á Ítalíu í tvær vikur, ásamt aðgangur að námskeiðum.
Umsóknarfrestur er til 3. ágúst næstkomandi, en farið verður yfir umsóknir um leið og þær berast. Takmarkaður sætafjöldi er í boði.